Útrýma hægri rétti, setja upp biðskyldumerki

Útrýma hægri rétti, setja upp biðskyldumerki

Setjum upp biðskyldumerki við þau örfáu gatnamót sem eftir eru í Breiðholtinu og stuðlum að auknu öryggi í umferðinni.

Points

Þrátt fyrir að það sé einhver hluti fólks sem veit ekki af og virðir ekki hægri rétt, þá dregur hægri réttur almennt úr hraða þar sem hann skapar óvissu. Það gerir gangandi vegfarendur öruggari.

Er ekki viss um að þessi lausn stuðli að meira öryggi. Það væri því gott að fá betri rök fyrir því. Það er ástæða fyrir því að hægri rétturinn er til í umferðalögunum. Held að það sé vænlegra að gera fólki betur grein fyrir því að það sé hægri réttur þarna. Grunar að það sé vænlegra að finna leið til þess að hægja á umferðinni og gera ökumönnum betur grein fyrir hægri réttinum.

Hægri rétturinn skapar óvissu sem hægt er að útiloka með því að setja upp bið- og stöðvunarskyldumerki á þeim tiltölulega fáu gatnamótum sem eftir eru. Vandamálið er að hann er svo sjaldan notaður að flestir ökumenn kveikja ekki á honum í þeim örfáu tilvikum þar sem hann er virkur. Næstbesta lausnin væri að fjarlægja öll bið- og stöðvunarskyldumerki og láta hægri réttinn gilda alls staðar. Hvað varðar það að auka öryggi með því að skapa óvissu, þá skil ég það ekki. Öryggi kemur með fullvissu.

Vandamálið við hægri réttinn er að hann er svo óvíða notaður að margir hyggja ekki að honum þegar í aðstæðurnar eru komið. Dæmi er gatnamót Engjasels og Dalsels. Oft koma ökumenn niður Dalselið á góðri ferð niður brekkuna, staðráðnir í að heimta rétt sinn og aka í veg fyrir fólk sem er á leið út úr Engjaseli og áttar sig ekki á aðstæðum. Gamla slagorðið 'Hætta til hægri' á vel við þarna. Tímabært er að setja biðskyldumerki við þau gatnamót sem eftir eru í Breiðholti. Þetta er ódýrt og tímabært.

Það er mjög mikilvægt fyrir íbúa í Bakkaseli og Brekkuseli að halda í hægri réttinn þar sem þessar götur verða illfærar í snjó og hálku.

Hvenær erum við fullviss um eitthvað, einstaklingur sem er að keyra bíl þarf alltaf að meta aðstæður. Ef ég er t.d. að keyra niður brekku í hálku, það er stöðvunarskylda þar eða biðskylda og ég get ekki stoppað bílinn þar sem hann rennur áfram niður brekkuna í hálkunni þá væri mjög gott að ökumaður sem kemur keyrandi frá vinstri hefði varan á í staðinn fyrir að keyra áfram og hugsa, ég á réttin hér, ætla sko að nýta mér hann og halda áfram burt séð frá aðstæðunum.

Væri ekki frekar ráð að kenna mönnum að þótt maður sé í rétti þá er ekki þar með sagt að maður nýtir sér hann ef maður skaðar eða skemmir eigur annarra á sama tíma.

Hægri réttur hægir á umferð og þar af leiðandi minna um alvarleg slys

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information