Hádegisdans á föstudögum í Hljómskálagarði

Hádegisdans á föstudögum í Hljómskálagarði

Mér datt í hug á síðasta Milljarður rís hvort ekki væri gaman fyrir borgina að hafa hádegisdans á föstudögum í Hljómskálagarðinum. Þetta gæti verið hvort sem er við DJ eða lifandi hljómsveit, væri sniðugt að útfæra þetta í samstarfi við Hitt húsið og sumarstörfin þar. Dönsum á föstudögum í sumar!

Points

Frábær leið til að efla samveru borgarbúa, efla andann og eykur gleði! Bjóða upp á mismunandi tegundir dansa, frá öllum löndum og tímabilum

Þetta væri skemmtilegt fyrir bæði innlenda sem erlenda ferðamenn, hér gætu matarvagnar raðað sér í kring svo fólk fengi bæði skemmtilega hreyfingu, útiveru og hádegismat í einum pakka. Myndi setja skemmtilegan svip á föstudagana í borginni og aðgreina þá aðeins frá öðrum dögum.

Skemmtileg hugmynd - og góð fyrir lýðheilsu!

Dásamleg hugmynd.

Mjög skemmtileg hugmynd. Styð heils hugar.

Hressandi hugmynd, eykur gleði borgarbúa og ferðamanna!

Aldeilis frábær hugmynd.

Allir elska ađ dansa!

Ég sé þetta alveg fyrir mér, það væri hægt að tilkynna dansinn hverju sinni með ákveðnum fyrirvara svo áhugasamir gætu undirbúið sig, sérstaklega ef þetta væri einhver hefðbundinn hópdans frá Viktoríutímabilinu eða álíka. Örugglega nóg af fólki sem myndi æfa sig og mæta tilbúið, vinnustaðaferðir saman og álíka. Þetta gæti verið allt frá hóp-rave'i yfir í vatnadansa Händels og væri frábært hópefli fyrir borgina.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information