Veitingastaði í Breiðholt

Veitingastaði í Breiðholt

Víða í Breiðholti er tómt verslunarhúsnæði í niðurníðslu og umhverfið ljótt og óaðlaðandi. Borgin mætti eiga frumkvæði að því að þetta húsnæði yrði nýtt undir veitingarekstur þar sem mannauðurinn í hverfunum verði sýnilegur og við fáum fjölbreytt veitingahús og/eða kaffihús sem endurspegla fjölþjóðlegan uppruna íbúanna.

Points

Veitingastaðir og kaffihús auðga mannlífið. Alltof lítið um þess háttar í fjölmennasta hverfi borgarinnar og synd að þurfa alltaf að fara niður í bæ eða í það minnsta í önnur hverfi langi mann á kaffihús eða út að borða.

Gamla kaffihúsið í Drafnarfelli 18 er lítið og notalegt kaffi/veitingahús í Efra. Sömuleiðis Spíran í Mjódd. En ég vil alveg fá fleiri góð kaffihús.

Endilega! Hér er nánast ekkert að finna nema Dominos!

Sammála. En þetta þyrfti að vera samvinna hverfaráðs og rekstraraðila til lengri tíma því hætta er á því að þetta lognist út af ef þessu er ekki fylgt eftir og vel hugsað um.

Vantar einmitt gott veitingahús í Breiðholtið. Huggulegan stað svo gaman væri að fara út að borða án þess að fara niður í bæ eða í önnur bæjarfélög en það er það sem maður verður að gera ef maður fer út að borða í dag.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information