Fjölga ruslastömpum við hitaveitustokkinn

Fjölga ruslastömpum við hitaveitustokkinn

Aðeins eru tveir ruslastampar (eins og þeir heita í Borgarvefsjá) við hitaveitustokkinn á milli Reykjanesbrautar og Réttarholtsvegar. Frá Réttarholtsvegi að Háaleitisbraut eru hins vegar 8 stykki, en vegalengdin þar á milli svipuð. Rusl og hundaskítur er talsvert algengari sjón á fyrri leiðinni. Mig grunar að ástæðan sé sú að erfitt er að komast að til að tæma ruslið, þar sem ekki er hægt að keyra á stokknum, en það hlýtur að vera hægt að þjónusta þetta svæði eins og önnur í borginni.

Points

Þarf einhver rök með þessari hugmynd? Fjúkandi rusl, hundaskítur, gosflöskur og drykkjarfernur?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information