Betra bílaaðgengi milli hverfa

Betra bílaaðgengi milli hverfa

Opna þrengingu milli Gullengis og Mosavegar í gegnum Skólaveg (strætóleið). Breikka götuna og setja hraðahindrun til þess að umferð verði ekki hröð.

Points

Það er engin ástæða til þess að keyra þarna í gegn nema maður eigi erindi í hverfið eða þeir sem eru að koma í heimsókn. Styttra fyrir íbúa að fara í önnur hverfi. Lokunin bilar oft sem veldur töfum á strætó.

Eitt af því sem er svo gott við hönnun hverfisins okkar er hvernig umferð er beint meðfram - ekki í gegnum - íbúabyggðina. Bílaumferð ætti helst að vera bara til að komast inn og út úr íbúðagötum - ekki í gegnum þær. Þess vegna vil ég hafa þetta óbreytt.

Því miður er ástæða fyrir því að loka þurfti þessari þrengingu, þar sem m.a. skólakrakkar úr Borgó voru að bruna þarna í gegn (mikið af bílaáhugamönnum í þessum skóla) og fólk að stytta sér leið. Þó að hægt yrði á umferð með hraðahindrun myndi umferð aukast til muna og ekki yrði eins öruggt fyrir börn að labba í skóla sem búa ofar í hverfinu. Ég skil þó hvers vegna þessi hugmynd er sett upp, þar sem ég myndi sjálf vilja nýta mér þessa leið út, t.d. þegar keyrt skal í Mosó.

Það kemur oft fyrir að staurarnir sem lyftast upp frjósa á veturna. Svo er það bara hvort þeir séu uppi, fyrir og tefja strætó, eða niðri og tilgangslausir á alla vegu. Ég veit að það þarf að gera eitthvað til að strætó komist þarna án þess að aðrir bílar í mótumferð séu fyrir. Þannig að mun betri hugmynd væri að breikka þennan 20-30 metra kafla. Þá myndi það ekki bitna á strætóleiðinni í hvert skipti sem eitthvað málmdrasl ákveður að það sé tími til að standa upp fyrir sjálum sér.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information