Göngubrú í stað umferðaljósa

Göngubrú í stað umferðaljósa

koma upp göngubrú yfir Miklabraut á móts við klambratún, Alltaf umferðatappi þarna út af ljósum og gangbraut, mundi auka flæði, spara bensín og meingun.

Points

Styð göngubrú en það myndi líka virka að bæta við undirgöngum.

Það skiptir máli hvaða aðstæður eru á hverjum stað fyrir sig hvort göngubrýr, undirgöng eða gönguljós verði fyrir valinu. Göngubrýrnar við Kringluna, Skeifuna og fleiri staði eru vel hannaðar og góðar, enda langt á milli húsa þar og nóg pláss. Á Miklubraut við Stakakhlíð / Reykjahlíð eru hinsvegar hús sem standa alveg uppvið götuna sem þýðir að það er minna pláss fyrir hendi þar. Aðgengið að göngubrúnum yrði því ekki eins gott þar. Ef það er yfirhöfuð pláss þar þ.e.a.s.

Það er ekki pláss fyrir göngubrú / undirgöng á þessum stað öðruvísi en að rífa niður hluta af nærliggjandi húsum. Það yrði galið. Það er að vísu rétt að bílar keyri stundum þar yfir á rauðu ljósi. Nær væri að setja upp eftirlitsmyndavélar við gönguljósin sem myndu refsa þeim sem keyra yfir á rauðu. Hvað varðar "umferðarflæðið" þá er enginn heimsendir þótt bílar þurfi að stoppa í 15-20 sekúndur.

Aukið öryggi fyrir gangandi, minni bensín eyðsla og meingun.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information