Garðahlyns-garður

Garðahlyns-garður

Búum til fallegan lítinn lystigarð í kringum eitt fallegasta tré borgarinnar sem stendur nú eitt á sorglegu bílastæði einsog lélég myndlýsing lagsins Big Yellow Taxi. Kippum þessu í lag og gerum Vonarstrætið eins fallegt og nafnið sem það ber :) Afgirtur garður (vegna umferðar) í anda Alþingisgarðsins en þó til almenningsnota yrði til prýði og yndisauka og þar með góð nýting á þessu sorglega illa nýtta borgarlandi.

Points

Hvaða erindi á 'einka'bílastæði á hornið andspænis Ráðhúsinu, við sömu götu og Iðnó og önnur falleg hús, í miðbæjarkjarnanum yfirhöfuð og ekki síst umhverfis þetta fallega tré. Hvers konar nýting er þetta og hverjum til hagsbóta?

Alveg sammála þessu, bæði við og Hlynurinn eigum betra skilið.

Vá hvað ég er sammála þessu! Þetta fallega tré sem var valið Tré ársins 1994 situr á litlu grasfrímerki og steypan í kring gerir lítið fyrir þetta svæði.

Algjörlega sammála - þessi fallegi hlynur á svo miklu betra skilið!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information