Afnema "varúð til hægri" við Langarima

Afnema "varúð til hægri" við Langarima

Ávinningurinn við að hafa hægri rétt við Langarima er enginn. Skapar óþarfa hættu þar sem gestir sem aka um Langarima átta sig eðlilega ekki á því að varúð til hægri sé í gildi. Ég mæli með að það verði sett biðskylda á íbúagöturnar og þeir sem keyra Langarima verði alltaf í rétti. Þannig er það í flestum tilfellum og það kunna allir.

Points

Ég er íbúi við Rósarima. Þegar ég keyri út úr götunni minni þarf ég samkvæmt umferðareglunum að passa mig á umferð sem kemur frá hægri en ekki vinstri vegna reglu um hægri rétt. En þar sem hægri rétturinn er undantekning frá hinni almennu reglu um biðskyldu við aðalbraut, Langirimi í þessu tilviki, þarf ég alltaf að hafa varan á og bíða eftir að ökumaður bifreiðar sem kemur frá vinstri þekki þessa reglu. Þ.e. hægi verulega á sér eða stöðvi bifreiðina. Sem gerist því miður ekki alltaf. Áhættumat?

Það eru alltof fáir sem virða þessa hægri reglu og það sennilega af því þeir fatta hana ekki, vita ekki af henni. Aftur á móti - rök á móti

Skv. Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar þá er hægri réttur látinn gilda í ákveðnum hverfum til að draga úr umferðarhraða. Þetta er gert í samráði við Samgöngustofu og Lögreglu. Ég er fyllilega fylgjandi því að þarna sé áfram hægriréttur og styð frekar aðra tillögu um að áminningarskilti sé komið upp í Langarima fyrir þá sem eru óvanir hverfinu.

Aftur á móti getur verið erfitt að komast út á Langarima þegar umferð um hann er mikil og þá eru þeir sem eru að koma úr íbúa götum fastir og þurfa oft að bíða mjög lengi

Myndi halda að ef sett verður upp biðskylda á hliðargötur við Langarimann þá munu þeir íbúar sem búa við þær þurfa að bíða lengi við biðskyldunar. Tillitsemin við Langarimann hefur nú hingað til ekki verið mikil og ég efast um að hún verði eitthvað betri í umferðarþvögunni á morgnanna og seinnipartinn við að setja upp biðskyldu. Hentar þeim best sem þurfa eingöngu að keyra í gegnum í hann.

Hægri reglan á vel við þar sem götur í sama flokki mætast. En þegar skipulagið er með flokkuðu gatnakerfi og göturnar bera skýrt með sér í hvaða flokki þær eru, þá er í raun verið að senda vegfarendum þau skilaboð að réttur á gatnamótum ráðist af flokkuninni, t.d. að safngata eigi réttinn gagnvart húsagötunni. Hægrirétturinn felur þá í sér mótsögn og skapar óöryggi og hættu í umferðinni. Það er ekki forsvaranlegt að ætla að halda niðri umferðarhraða með því að búa til þannig ástand.

Sama á við víðar í Grafarvogshverfi. Gatnakerfið er hefðbundið flokkað kerfi, með húsagötum og safngötum. Það er nánast algild regla annarstaðar að umferð úr húsagötu hafi biðskyldu gagnvart safngötu, en þannig er þetta ekki í Grafarvogi þar sem víðast er hægriréttur á slíkum gatnamótum. Sumstaðar hefur samt verið sett biðskylda án þess að hægt sé að átta sig á því hversvegna þar en ekki annarstaðar við sömu safngötu. Þessi „óregla“ er til þess fallin að skapa óöryggi og hættu í umferðinni.

Stórhættulegt þegar bílar vilja nýta þennan hægri rétt sinn svo mikið að þeir bruna hratt út á aðalgötuna oft án þess að líta til beggja hliða!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information