Stærsti sprellikarl í heimi

Stærsti sprellikarl í heimi

Settur verði upp risavaxinn sprellikarl á hentugu grænu svæði í Breiðholti. Settur verði niður 10-12 metra hár staur og sprellikallinn festur tryggilega efst á hann. Áhugasamir sprellarar geta síðan kíkt við og togað í spottann og séð kallinn veifa höndum og fótum í einskærri gleði við mikla ánægju viðstaddra. Síðan mætti skipta út sprellikarlinum reglulega og setja upp sprellikonu og jafnvel sprellidýr. Þannig yrði fjölbreytni tryggð, enda fylgir öllu sprelli nokkur alvara.

Points

skmmtun Bros og gleði. Upplyfting fyrir hverfið

Eftir talsverða rannsóknarvinnu sýnist mér að svona risa-sprellikarl væri einsdæmi á heimsvísu. Þetta yrði því fyrsti sprellikarlinn til almenningsnota og líklega sá stærsti í heimi. Fyrirbærið er því: - einstakt á heimsvísu - skemmtilegt - góð markaðssetning - staðsett í Breiðholti - aðdráttarafl fyrir gesti

peningasóun ?

Frábær hugmynd!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information