Lítil flokkunarstöð

Lítil flokkunarstöð

Af hverju er ekki hægt að hafa litla flokkunarstöð hér í hverfinu. Það er langt í næstu flokkunarstöð fyrir okkur, við þurfum að fara annað hvort í breiðholtið eða uppá sævarhöfða til að losa smá sorp. Ég get vel séð fyrir mér litla stöð svona svipaða á stærð og er í seljahverfinu í breiðholti. Ég veit að það er fullt af gámum hér um allt fyrir blöð og plast. En afhverju ekki smá stöð.

Points

Hafsteinn þú þekkir greinilega ekki munin á flokkunarstöð og grendargámum. Við Háaleitisbrautina eru grendargámar til að taka við blöðum og plast. En hvað með annað dót sem manni langar að koma frá sér. Það eru líka grendargámar fyrir blöð og plast við Grímsbæ og N1 í Stóragerðinu. En enginn þessara staða tekur við öðru dóti. :(

Mér finnst einfaldlega of langt fyrir fólk að sækja svona stöð uppá Sævarhöfða, efst í breiðholtið eða út á granda. Því ekki að hafa litla stöð hér miðsvæðis sem nýtast fleiri hverfum.

Það er flokkunarstöð fyrir 108 á Háaleitisbraut, fyrir neðan ísbúðina.

Flokkunarstöðvar kanna á töluverða þungaumferð af bílum sem koma og fara með gámana. Það er umferð sem ég kæri mig ekki um í hverfinu.

Svona stöð tekur töluvert mikið pláss ef vel á að vera og ekki sómu af þessu. Það er mín persónuelga skoðun að það sé stuttur að aka upp á Sævarhöfða.

Skil að vegalengdin á næstu flokkunarstöð sé talsverð en ef Sorpa kæmi í hverfi þýddi það aukinn umferðarþunga, hverfið myndi missa pláss sem hægt væri að nýta á skemmtilegri máta. Það er eldhætta af svona sorpi. Það eru reglugerðir um vegalendir frá flokkunarstöð að í íbúðarhúsnæði. Það er sjónmengun að sjá gáma fulla af drasli og það myndast hljóðmengun þegar fólk affermir bílana og kastar í gámana.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information