Mislæg gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðarvegar

Mislæg gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðarvegar

Hvernig væri að byggja mislæg gatnamót þarna í stað umferðaljósa

Points

Mislæg gatnamót myndu beina aukinni umferð inn á Bústaðaveg en á þessari síðu má sjá fjöldan allan af málum þar sem umferð og umferðarhraða á Bústaðavegi er lýst sem vandamáli sem þurfi að draga úr. Vissulega þarf að finna lausn til að draga úr þeirri umferðarteppu sem myndast á þessum gatnamótum á álagstímum en það er spurning hvort það sé ekki hægt með því að banna vinstri beygju af Reykjanesbraut og inn á Bústaðaveg á álagstímum.

Mislæg gatnamót myndu líklega fara illa með útivistarsvæðið í Elliðaárdal, og draga úr náttúruupplifun þar. Mikið land fer undir mislæg gatnamót of oft þarf umferð gangandi og hjólandi að víkja. Við þurfum frekað að draga úr umferðarhraða en auka hann í borginni. Ef það er nauðsynlegt (?) að sleppa fólki við að stoppa þarna á ljósum væri betra að taka af vinstri beygju af Reykjanesbraut inn á Bústaðaveg.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information