Ungbarnarólur.

Ungbarnarólur.

Engar ungbarnarólur eru að finna í og við Gerðin, hér er mikið fjölskyldufólk og hvergi hægt að leyfa ungum börnum (frá nokkura mánaða og uppúr) að róla sjálf. Mér þykir þetta mikil synd enda ótrúlega skemmtilegt að róla sjálfur. Væri hægt að setja upp rólurnar í Grundagerðisgarði og/eða í Grundagarði Garðaflöt.

Points

Það eru tveir róluvellir á milli Hólmgarðs og Bústaðarvegs. Það mætti mjög gjarnan gera annan ungbarnavænni.

Það er ekki boðlegt fyrir hverfið að hafa ekki ungbarnarólur þar sem hérna er mikið um barnafjölskyldur og útivera fyrir alla aldurshópa er nauðsynleg.

Væri t.d hægt að taka niður eina af fimm rólum í Grundargerðisgarði og setja ungbarnarólu. Svipað því þegar ungabarnarólur voru settar upp á Ásgarðsróló

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information