Bætum öryggi barna okkar og lögum göngustíg í Reykjafold

Bætum öryggi barna okkar og lögum göngustíg í Reykjafold

Þann 07.10.2015 varð drengur fyrir bíl í Reykjafold. Hann hafði hjólað eftir göngustígnum sem liggur á milli húsa númer 3 og 5 í Reykjafold og beint út á götu. Þennan stíg þarf að laga og það er stór hættulegt hvernig stígurinn endar út á miðri götu. Það er ekkert gangbrautarmerki þarna, engin þrengin, engin gangstétt! Börn úr Foldaskóla ganga td eftir þessum göngustíg þegar þau fara í sund og íþróttir í Dalhúsum. Eftir sameiningu grunnskóla í Grafarvogi er þessi göngustígur mikið notaður.

Points

Þarft verkefni.

Sammála að það þurfi að bæta úr þessu. Takk.

Þarna hefur þegar orðið umferðarslys og ekki ástæða til að bíða eftir næsta slysi. Það var sonur minn sem var þarna á ferð og sem betur fer slapp hann alveg ótrúlega ,,vel". En ég hef heyrt að það séu fleiri foreldrar sem hafa miklar áhyggjur að þessum göngustíg. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fékk póst frá mér eftir þetta slys. Hann framsendi póstinn á Samgönguskrifstofuna og þar var þetta skoðað og stígurinn var metinn sem rautt hættusvæði að mér skilst. Þetta þarf að laga í dag.

Styð þessa hugmynd og mjög þarft að gera eitthvað þarna á þessu svæði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information