Uppbygging svæðis neðan Byggðarenda

Uppbygging svæðis neðan Byggðarenda

Milli Byggðarenda og hesthúsa við Sprengisand er landrými sem er í órækt. Sama svæði var sundurgrafið af Orkuveitunni fyrir um ári síðan og ekki lagað, tyrft eða snyrt. Þarna má koma fyrir sparkvelli, leikvelli fyrir börn og gera svæðið meira aðlaðandi fyrir fjölskyldufólk í þessu hluta 108 þar sem barnafólki fjölgar og endurnýjun íbúa á sér stað. Ennfremur má laga og bæta svæðið aðeins norðar, fyrir neðan Garðsenda.

Points

Mikil breyting hefur orðið á íbúasamsetningu á þessum stað í 108. Mikið er um að stórum einbýlishúsum hefur verið skipt upp í tvær og jafnvel þrjár íbúðir og það þýðir að barnafólk hefur tekið sér bólfestu í stað eldra fólks sem hefur selt og minnkað við sig. Börn í Byggðarenda og öðrum götum nálægt þurfa að fara upp í Réttarholtsskóla eða Fossvogsskóla til að komast í sparkvöll eða annað þægilegt útisvæði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information