Göng undir Bústaðaveg

Göng undir Bústaðaveg

Bústaðavegur er, af einhverjum völdum, einhversskonar affalls vegur fyrir umferð til og frá miðborginni þegar fólk kýs að keyra ekki Miklubraut til austurs eða vesturs eða Kringlumýrabraut til norðurs og suður. Bústaðavegur er neyðarvegur fyrir lögreglu, sjúkra og slökkvilið og sem slíkur ætti að vera eðlilegt að fjölga möguleikum gangandi vegfarenda sem þurfa að sækja skóla og æskulýðsstarf í Víking, Fossvogsskóla, Réttarholtsskóla og félagsmiðstöðina Bústaðir.

Points

Umferð um Bústaðaveg er mjög þung á morgnana þegar börn og unglingar eru á leið í skólann.

Það eru að ég best veit göng undir Bústaðaveg en hafa aldrei verið kláruð. Þau ganga í gegnum Grímsbæ. Ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar æskuvinkonan mín var keyrð niður á Bústaðaveginum og lést sama dag

Það er í anda hverfisins að leggja meiri áherslu í skipulagsmálum á gangandi vegfarendur en bílaumferð. Fossvogurinn er hugsaður og teiknaður upp með þetta í huga. Göngustígar og gönguleiðir í fyrsta sæti og svo bílaumferð þar á eftir. Með þyngri umferð um bústaðaveg væri göng undir hann snjöll lausn. Mikilvægt að halda áfram þeirri flottu vinnu sem var gerð í upphafi við skipulag hverfisins og bæta stíga og samgönguleiðir fyrir gangandi og hjólandi umferð.

Bústaðavegurinn er stórhættulegur og öll börnin úr Fossvogi þurfa að fara yfir hann tvisvar á dag að lágmarki þegar þau fara í Réttarholtsskóla. Ég myndi vilja göng undir hann eða göngubrýr yfir hann.

Göngubrú/brýr væri einnig góður kostur :)

'Eg hef farið með barnið mitt yfir á grænu gönguljósi við Grímsbæ og bíl keyrt yfirá rauðu ljósi án þess að taka eftir því. Þar munaði litlu og þetta vil ekki nokkur eiga hættu á að þetta gerist með gangandi vegfarendur hvorki börn né aðra. Stór hættulegt. Undirgöng NÚNA oft sent tillögglu um þetta en ekkert gerist-

Umferðaröryggi barna og unglinga hlýtur að vega þyngra en krónur og aurar, sérstaklega þar sem nýlega hefur Grensársvegur verið endurnýjaður fyrir hundruði milljóna með sömu rökum.

Löngu orðið tímabært að auka öryggi þeirra sem fara reglulega yfir Bústaðarveginn, sérstaklega barna!

Það er algert forgangsatriði að tryggja öryggi barnanna í 108 með því að koma fyrir undirgöngum eða brúm yfir Bústaðaveg. Umferðin er mjög þétt, einmitt þegar börnin eru á leið í og úr skólanum og milli 16-18 á eftirmiðdögum þegar þau eru á leið í tómstundir. Gatnamótin við Víkina og Grensásveg eru alltof fjölfarin og flókin fyrir börnin og öryggi þeirra er ógnað. VIÐ ÞURFUM AÐ SETJA ÞETTA MÁL Í FORGANG

Passa betur uppá börnin

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information