Gangbrautarljós við vegamót Tjarnargötu og Skothúsvegar

Gangbrautarljós við vegamót Tjarnargötu og Skothúsvegar

Það er mikil umferð gangandi og hjólandi vegfarenda ásamt mikillar bílaumferðar á vegamótum Tjarnargötu og Skothúsvegar og þrátt fyrir að gatan sé 30 gata er hraðatakmörkum alltof oft ekki fylgt. Gangandi vegfarendur eru námsmenn á leið í háskólann, ferðamenn á leið í Þjóðminjasafnið, og ósjaldan sést hópur af leikskólabörnum úr Tjarnarborg á leið sinni í vettvangsferðir svo fátt eitt sé nefnt. Til þess að auka öryggi gangandi vegfarenda væri kjörið að setja gangbrautarljós og gangbraut.

Points

Leiðin frá Háskólanum um Tjarnargötu að Ráðhúsinu er mjög fjöfarin af gangandi og hjólandi vegfarendum. Þarna sér maður því miður allt of oft hraðakstur.

Eykur öryggi gangandi vegfarenda og eykur líkur á því að hraðatakmörk séu virt.

Algjörlega sammála þessu og mjög þarft verk.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information