Betri tenging milli Gamla Vesturbæjar og Granda

Betri tenging milli Gamla Vesturbæjar og Granda

Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Granda en það getur nánast verið hættulegt fyrir íbúa í Gamla Vesturbænum að koma sér þangað gangandi þar sem umferð á Mýrargötu er mikil og illa hlúð að gangandi vegfarendum.

Points

Þessi hugmynd hefur verið flutt úr Miðborg í Vesturbæ.

Hjólandi líður mér alltaf illa er ég kem að þessum stað. Það er ekki bara erfitt að komast á milli gangandi.

Þarf að hlúa betur að gangandi umferð milli þessa rótgróna íbúahverfis og Granda. Ætti að vera auðveldara fyrir íbúa að sækja fjölbreytta þjónustu á Granda. Einnig má gera betur ráð fyrir gangandi umferð á Örfirisey allri en þar ógnar bílaumferð víðast gangandi vegfarendum.

Það þarf að gera undirgöng undir Mýrargötuna.

Eitt sinn var ég að koma úr búðarferð. Ég var með barn í vagni að fara yfir göngubraut og þurfti að hlaupa úr vegi fyrir bíl sem koma á fullu spani út úr hringtorgi. Þarna er oft mikil umferð og fátt um örugga staði til að ganga yfir götuna. Svo getur verið mjög hvasst á þessu svæði sem eykur á hættuna.

Innilega sammála. Á oft leið þarna í gegn. Myndi gera margt til að glæða Granda líf.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information