Búa til útskot fyrir strætóstopp við Selásskóla

Búa til útskot fyrir strætóstopp við Selásskóla

Þrengingin á Selásbraut sem liggur á milli Vallaráss og Selásskóla hlýtur að vera eitthvað mesta skipulagsklúður síðari ára í hverfinu. Þarna mætir guli flöskutappinn alla morgna og tefur umferð í báðar áttir. Bílstjórar sem ætla að keyra um Vallarássafleggjarann verða líka að vona að enginn bíll sé í röðinni og þ.a.l fyrir þeim. Þarna ætti bara að vera útskot fyrir strætó til að stöðva og hleypa farþegum inn eða út og umferð framúr. Eins mætti færa skýlið við hringtorgið aftur á sinn stað.

Points

Þessi þrenging er augljóslega gerð til að bílar sem eru að flýta sér í vinnuna keyri ekki á skólabörn sem eru að fara þarna yfir götuna. Það mundi því valda aukinni áhættu að búa til úttskot fyrir Strætó til að stöðva annarsstaðar. Pössum nú frekar upp á skólabörnin okkar, leggjum 2 mín fyrr af stað í vinnuna og öndum rólega á meðan Strætó hleypir út farþegum.

Til að svara mótrökunum væri miklu betra að hafa þarna gangbraut og hraðahindrun til að gæta þess að skólabörnin geti gengið örugg í skólann. Það er alger óþarfi að loka umferð í báðar áttir þegar hægt væri að leysa þetta á miklu betri máta.

Aukið umferðarflæði á svæðinu og tímasparnaður fyrir alla. Þessar nýtilkomnu aðgerðir við Selásbraut hljóta að vera einhver mesta sóun á vinnuafli sem ég hef orðið vitni að. Eins og staðan er núna er hvergi hægt að taka framúr strætó á öruggan máta en hann keyrir yfirleitt vel undir hámarkshraða.

Þetta nákvæmlega sama fyrirkomulag er í Rofabæ við Árbæjarskóla, það er eina stoppistöðin í Rofabæ þar sem strætó stoppar í miðjum tappanum. Ég hugsa alltaf til þess hversu sniðug lausn mér finnst þetta vera, það er svo miklu erfiðara fyrir smærri krakka að átta sig á aðstæðum þegar það er umferð í báðar áttir, líka þegar þau koma úr strætó. Þetta er því betra á margan hátt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information