Árbæjarsafn í Vatnsmýrina

Árbæjarsafn í Vatnsmýrina

Flytja gömlu húsin í Árbæjarsafni í Vatnsmýrina og gefa þeim einhvert hlutverk. Það mætti setja þau niður vestast á suður-vestur flugbrautinni og tengja byggðina í Skerjafirði og Litla-Skerjafirði saman á ný en hún var skorinn í tvennt þegar þetta hernaðarmannvirki var gert 1941-42

Points

Tilbúin byggðasöfn verða hvorki fugl né fiskur. Gömul hús á að vernda í sínu náttúrulega umhverfi og í Vatnsmýri/Skerjafirði er slík byggð til staðar. Flugvöllurinn fer fyrr eða síðar og það þarf að tryggja að fleira verði byggt í Vatnsmýrinni en sálarlausar blokkir sem hámarka einhverja fjárfestingu.

Okkur vantar svæði til þess að byggja húsnæði fyrir íbúa Reykjavíkur. Það er líka ákveðin saga tengd við núverandi staðsetningu og svo er útsýnið frábært þar sem safnið er núna.

Flest húsin í Árbæjarsafni voru flutt úr miðbænum á þeim tíma þegar timburhús þóttu ekki ýkja fín. Nú eru uppgerð timburhús hins vegar eftirsótt og mikil bæjarprýði. Því væri eðlilegt að finna þeim stað þar aftur, sem næst uppruna sínum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information