Aðstaða fyrir götugrill í Túnunum

Aðstaða fyrir götugrill í Túnunum

Túnin hafa ekki mjög sterka hverfisvitund. Þrátt fyrir að hafa viðskeytið -tún heitir hverfið Hlíðar, þannig að íbúar eru í einhverjum hverfisáttunarvanda og finnst þeim ekki tilheyra neinum sérstökum borgarhluta. Setjum upp götugrillaðstöðu, til dæmis á horni Nóatúns og Miðtúns og reynum að láta hverfisvitund og gleði taka yfir! Það sem vantar. Borð, bekkir, stór útigrill fyrir kol, jafnvel leiktæki.

Points

Þetta er hverfi sem hefur einhvernveginn allt, frið og ró en samt nálægð við miðborgina. Fólk heilsast á götuhornum, krakkarnir í Waldorf-skólanum leika sér úti á hverjum degi. Samt vantar einhverja meiri stemmingu. Að fólki finnist það tilheyra hverfi. Ég tek að mér að bera miða í hús og skipuleggja fyrsta grillið í sumar!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information