Laga grjóthleðslu og bæta aðgengi að fjöru á Laugarnestanga

Laga grjóthleðslu og bæta aðgengi að fjöru á Laugarnestanga

Á Laugarnestanganum er að finna fjöru sem gaman væri að hafa betra aðgengi að t.d. fyrir leikskóla- og grunnskólabörn í hverfinu. En ekki síst fyrir alla þá fjölmörgu sem nýta sér göngustígana sem búið er að leggja eftir öllu Laugarnesinu. Laga þarf grjóthleðslu sem brimið er búið að aflaga og færa steina úr stað. Einnig þarf að búa til betra aðgengi niður í fjöruna í gegnum grjóthleðsluna t.d. með því að hlaða tröppur úr náttúrlegum steinum. Hvítur skeljasandur myndi svo sóma sér vel þarna líka

Points

Þarf að hreinsa til með ströndinni t.d. hjá Hafni, svona bara til þess að fara eftir lögum og getað farið eftir ströndinni. Hér er nefnilega gaman að ganga hvort sem er á vetri eða sumri, og það er ekki leiðinlegt að sjá fllugeldasýningar af ströndinni.

Fáar náttúrulegar fjörur eru í jafn stuttu göngufæri frá íbúabyggð og þessi hér. Umferð gangandi vegfarenda um Laugarnestanga hefur verulega aukist síðustu ár og einnig er töluvert um heimsóknir leikskóla- og grunnskólabarna á þetta svæði. Eins og staðan er núna er afar erfitt að komast niður í fjöruna. Auk þess hefur grjóthleðsla sem þarna er fyrir orðið fyrir brimi og hana þarf hvort sem er að laga. Því er upplagt að bæta aðgengi þarna í leiðinni.

Þarna væri upplagt að hlaða tröppur úr náttúrulegum steinum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information