Beygjuljós á gatnamótum Holtagarða og Sæbrautar

Beygjuljós á gatnamótum Holtagarða og Sæbrautar

Að sett verði beygjuljós þegar ekið er af Holtavegi til norðurs inn á Sæbraut

Points

Þetta ætti að vera löngu búið að gera, mjög óhugnaleg gatnamót þar sem maður sér illa bílana sem koma til móts við mann.

Það er mikil umferð af stórum flutningabílum og rútum í gagnstæða átt á gatnamótunum sem byrgja manni algjörlega sýn sem þýðir að maður kemst seint yfir ljósin og þá er komið grænt hjá gangandi sem eru að fara þarna yfir. Þetta er góð hugmynd sem bætir öryggi á þessum gatnamótum.

Það er mikil umferð um þessi gatnamót og útsýni oft erfitt þegar beygt er af Holtavegi til norðurs inn á Sæbraut. Mildi að ekki hafa orðið fleiri óhöpp og slys á þessum stað.

Mjög brýnt. Nú er komin bílaleiga og Greyline í Holtagarða og umferðin margfaldast. Vinstri beyja er stórhættuleg

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information