Gangbraut yfir Hofsvallagötu milli Kaffi Vest og Hagavagns

Gangbraut yfir Hofsvallagötu milli Kaffi Vest og Hagavagns

Brýn þörf er á öruggri leið yfir Hofsvallagötu við Kaffi Vest vegna mikillar ferðar fullorðinna og barna þar yfir.

Points

Ekki spurning um að það er nauðsynlegt að fá þarna gangbraut. Melaskóli og Hagaskóli sækja skólasund í Vesturbæjarlaugina og flestir fara þarna yfir. Gatan er MJÖG breið þarna og umferð oft hröð. Þó að það séu gönguljós á næstu gatnamótum (Hagamel) þá fer fólk bara þarna yfir. Það fer ekki upp að næstu gatnamótum til að fara yfir götuna og ganga svo niðureftir aftur.

Er ekki nóg að það séu um 50-70M í gönguljós/umferðarljós þarna til beggja handa?.

Raunin er sú að fjölmargir, börn og fullorðnir fara yfir Hofsvallagötuna til móts við Kaffi Vest og þvi brýn þörf á að hafa greiða leið þar yfir fyrir gangandi. Auk þess er umferðarhraði á Hofsvallagötu milli Ægissíðu og Hagamels mikill vegna þess hversu breið gatan er og væri þetta þá enn eitt verkfærið til að draga úr hraðanum.

Gatan er alt of breið og oft erfitt að fara yfir hana hérna. Það á tvímælalaust að ráðast í þetta.

Sammala, eg sé alltaf krakka, örugglega ur Melaskola, hlaupa tharna yfir til ad fara i eda fra sundlauginna.

Þarna væri gott að búa til deilt svæði gangandi og akandi. Mætti taka upp götuna og helluleggja til að aðgreina svæðið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information