Laga bílastæði við Fálkaborg

Laga bílastæði við Fálkaborg

Bílastæðið við leikskólann Fálkaborg er allt of lítið og illa farið. Það þarf að malbika yfir allt stæðið, mála línur og fjarlægja drullusvaðið sem hefur myndast eftir bíla sem leggja á grasinu þegar vantar stæði. Auðvelt væri að stækka bílastæðið um ca. 5-6 stæði þar. Umhverfið yrði mun fallegra ef betur yrði gengið frá þessu bílastæði og það stækkað.

Points

Bílastæðið er löngu sprungið og rök Reykjavíkurborgar fyrir því að laga ekki stæðið eru fáránleg.

Gagngerra breytinga hefur verið þörf á þessu bílastæði um langt árabil. Breyta þarf aðkomunni, fjölga stæðum o.s.frv. Börnin mín voru í Fálkaborg á árabilinu 2001 til 2012 og allan þann tíma voru uppi kröfur um ofangreint. Það á ekki að taka fleiri áratugi að bregðast við ábendingum íbúa um raunhæfar úrbætur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information