Hægja á, eða takmarka umferð um Hæðargarð

Hægja á, eða takmarka umferð um Hæðargarð

Hæðargarður mjög mikið notuð sem "shortcut" milli Grensásvegar og Réttarholtsvegar. Jafnvel nýtt til að komast hjá umferðarhnút sem er á Bústaðarvegi. Þessi gata er merkt sem 30 gata, en umferðarhraði er mun mun meiri. Þetta vita allir þeir sem búa við eða ferðast um þessa götu. Ég legg til að umferðarhraði verði takmarkaður verulega (þrengja) eða jafnveg gegnumakstur bannaður, þeas frá Grensásvegi og að Réttarholtsvegi. Þessi hugmynd hefur komið hingað inn ár hvert sem þessi kosning fer fram.

Points

Öryggi barna og gangandi vegfarenda á að vera í algjörum forgangi. Mikið af börum sem fara þarna um eru á leið í skóla eða leikskóla. Íbúar við götuna hafa tekið upp á því að leggja bílum sínum þversum eða illa til að reyna að hægja á, oft skapast meiri hætta. Umræða um þessa götu hefur oft komið upp í þessum íbúakosningum. Þó svo að öryggi ætti ekki að vera kosningamál, heldur ætti Reykjavíkurborg að sjá sóma sinn í að hafa þessi mál í lagi án þess að íbúar þurfi að kjósa eða rífast um það.

Algjörlega sammála - það verður að gera eitthvað í þessu áður enn það verður slys á barni þarna. Það verður ekki aftur tekið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information