Gatnamót Stórholts og Brautarholts gerð öruggari og fallegri

Gatnamót Stórholts og Brautarholts gerð öruggari og fallegri

Gatnamót Stórholts og Brautarholts eru í dag mjög breið og eingöngu hugsuð fyrir umferð bíla. Í hverfinu í kring fjölgar fólki með tilkomu nýbygginga og einnig eru fjölmargir ferðamenn þarna á ferli enda margir gististaðir í nágrenninu. Þessi gatnamót eru nú grá og ljót en gaman væri ef lífga mætti upp á þau og gera þau öruggari fyrir gangandi vegfarendur. Ef vel er haldið á spöðunum gæti þetta orðið lítið torg og aukið aðdráttarafl hverfisins.

Points

Brautarholtið er óþarflega breytt þannig að gangandi vegfarendur þurfa að fara um fimm til sex bílbreyddir til að komast yfir götuna sem getur verið erfitt enda þarna mikil umferð bíla og hópbifreiða. Bílum er einnig lagt ólöglega á horninu. Þá væri gaman ef gæða mætti þessi gráu gatnamót lífi með einhverjum hætti t.d. bekkjum og gróðri. Með tilkomu kaffihússins á horninu hefur mannlíf aukist á þessum stað en skipulag gatnanna taka enn mið af iðnaðarsvæðinu sem þetta var áður.

Tek undir þetta, gaman væri að fá bekki og gróður á hornið. Einnig væri gott að fá skjólvegg þarna því oft er barnavögnum og kerrum lagt upp við húsið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information