Aðgengilegar og snyrtilegar sorpflokkunarstöðvar

Aðgengilegar og snyrtilegar sorpflokkunarstöðvar

Á ferðalagi mínu um Tálknafjörð síðasta sumar gat ég ekki annað en dáðst að hversu smekklega sorpflokkunarstöð bæjarins er komið fyrir. Sambærileg lausn í hverfum Breiðholtsins væri mjög æskileg, fegraði ásýnd hverfanna, yki aðgengileika þjónustunnar og væri íbúum mikil hvatning til umhverfisvæns heimilishalds og sorplosunar.

Points

Ásýnd sorpflokkunar eins og hún er í dag er töluvert lýti á hverfinu. Til eru fyrirmyndir að smekklegum lausnum sem gera sorpflokkun aðgengilega og eru hvetjandi fyrir alla þá sem er annt um umhverfi sitt.

Sammála. Þetta mundi örugglega minnka álagið hjá sorpu.

Í ljósi þess að verið er að hvetja fólk til að flokka rusl og annað sem hægt er að endurnýta betur til að bæta umhverfið okkar þá styð ég tillögur sem hvetja fólk til þess að huga að umhverfi sínu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information