Laga leiksvæði milli Teigasels og Strandasels

Laga leiksvæði milli Teigasels og Strandasels

Laga kastala, rólur og fótboltavöll.

Points

Ég er því algjörlega fylgjandi að bæta umhverfið á leikvellinum og á fótboltavellinum þarna milli blokkanna enda er þetta mikill gæðareitur og mikið notaður af fjölskyldufólki sem búa í nærumhverfinu. Ógleymanlegar stundir barna, foreldra og vina eiga sér stað þarna og væri því afar kærkomið fyrir þá sem elska þessa reiti og vilja sá þá blómstra í þeirri mynd sem þeir eru nú þegar.

Leikvöllurinn milli Teiga- og Strandasels hefur ekki fengið viðhald síðustu ár og er nú svo komið að hann er orðinn hættulegur fyrir börn. Brotnar spýtur, lausir naglar og óöruggar tröppur er meðal þess sem þarf að laga til að gera svæðið öruggt aftur. Einnig hefur fótboltavellinum ekki verið sinnt, netin í mörkunum eru slitin og allar merkingar farnar af jörðu.

kastalinn og fótboltavöllurinn eru mikið notaðir allann ársins hring. Leikskólar í hverfinu hafa einnig verið duglegir að heimsækja þetta svæði þannig að það er mikilvægt að hafa það öruggt.

Æðislegur róló sem ég hef því miður fylgst með grotna niður, í mörg ár. Þetta svæði getur verið svo fallegt og hentar til ýmissa íþrótta og útivistar sérstaklega fyrir yngri kynslóðina. Þarna læra mörg börn að hjóla, fara í snú-snú og spila fótbolta á fótboltavellinum. Svæðið er í öruggu skjóli fjölbýlishúsa þar sem mörg börn búa og geta leikið sér nærri heimilum sínum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information