Hjólabraut/bike park

Hjólabraut/bike park

Í sumar á að klára að endurgera skólalóðin hjá Fossvogsskóla. Þegar nýbyggingin var byggð þá var drullunni úr grunninum hent á grasbalann vestan við skólann og hefur verið til trafala síðan vegna bleyti sem safnast þar upp. Hugmyndin er að breyta þessum blauta bala í hjólabraut eða bike park. Við í foreldrafélaginu ákváðum að skella þessari hugmynd hér inn með von um að fá nógu mörg "like" til að breyta skólalóðinni til hins betra og fá fyrstu hjólabrautina við grunnskóla á Íslandi.

Points

Að fá hjólagarð við skólann væri rosalega flott. Að nýta grasballann í skemmtilegan hjólastíg fyrir nemendur væri frábært, þar sem mikil hjólamenning er hjá nemendum og láta þau veðrið eða færðina sjaldan stoppa sig.

Þetta væri frábært, mjög stór hluti nemenda hjólar í skólann og í frímínútum sama hringinn kringum skólann. Þetta eykur fjölbreytni í leik og stuðlar að hreyfingu nemenda.

Góð hugmynd og hvetjandi til að fá börnin til að hjóla í skólann.

😋Að fá hjólagarð við skólann væri rosalega flott. Að nýta grasballann í skemmtilegan hjólastíg fyrir nemendur væri frábært, þar sem mikil hjólamenning er hjá nemendum og láta þau veðrið eða færðina sjaldan stoppa sig.

Frábært framtak, hvergi séð jafn mikið af hjólum og við Fossvogsskóla og alveg sama hvernig veðrið er.

Væri flott fyrir duglegu hjólagarpana í Fossvogsskóla.

Væri frábært að fá hjólabraut við Fossvogsskóla - Stuðlar að aukinni hreyfingu og bættri heilsu barna í hverfinu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information