Laga hættulegan vegarkafla í Álmgerði

Laga hættulegan vegarkafla í Álmgerði

Þegar maður keyrir annaðhvort vestur eða austur Álmgerði kemur maður að tveimur hættulegum beygjum á blindhæð. Þetta hefur mögulega verið gert á sínum tíma til að hafa pláss fyrir núverandi bílastæði þar og minnka hraða sömuleiðis. Þessi kafli er bæði hættulegur gangandi vegfarendum sem ætla að fara yfir götuna og akandi vegfarendum sem fara þarna framhjá. Þarna er gangbraut á milli beygjanna á blindhæðinni og stundum þegar maður gengur yfir getur bíll komið brunandi upp úr engu.

Points

Bílar keyra hratt þarna þótt það séu tvær beygjur á götunni gerðar til að hægja umferð. Þetta er á blindhæð og beygjurnar mynda blindhorn, sem er hættulegt fyrir þá sem vilja ganga yfir götuna og þá bíla sem keyra þarna framhjá. Einnig getur myndast hætta þegar bílar eru að bakka þarna úr bílastæðunum á blindhæðinni. Það myndi líklegast minnka hættuna sem myndast þarna ef gatan yrði gerð bein og ný hraðahindrun sett þarna. Þarna eru einnig hættumerki sem segja til um hættulegar beygjur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information