Göngustígur að skógræktarsvæðinu við Arnarhamar

Göngustígur að skógræktarsvæðinu við Arnarhamar

Hugmyndin snýst um að leggja göngu/hjólastíg að skógræktarsvæðinu við Arnarhamar.

Points

Skógræktarsvæðið við Arnarhamar fer sífellt vaxandi og þar er nú orðið gott og fagurt svæði til útivistar og gönguferða. Það þarf hins vegar að bæta aðgengi að svæðinu sem er, að mér virðist, vannýtt af íbúum hér. Vel er hægt að keyra þangað en mun skemmtilegra að ganga eða hjóla á góðum sumardegi. Þetta er hæfilegur göngutúr sem flestir ættu að ráða við og bætir heilsuna og andlega líðan. Göngu/hjólastígar eru því miður sjaldséð fyrirbæri hér á nesinu okkar og því er brýn þörf á að bæta úr því.

Þetta er eflaust kostnaðarsamt verkefni og ég gleymdi að nefna að þetta má taka í áföngum ef með þarf. Þó því fyrr því betra fyrir fólk sem stundar heilsusamlegt líferni :)

Frábær staður með mikla möguleika á að skapayndislegt útivistarsvæði. Lýðheilsuverkefni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information