Torg á horni Engjasels og Seljabrautar

Torg á horni Engjasels og Seljabrautar

Hornið þar sem Engjasel mætir Seljabraut væri glæsilegur staður fyrir torg sem væri í miðju garðs og með tímanum trjálundur. Þarna liggur leiðin inní hverfið vísvegar að og myndi torgið blasa við og skapa notalega stemmningu. Til stendur að reisa göngubrú svo gönguleið mun liggja þarna beint í gegn. Strætó stoppar þarna, fólk kemur gangandi upp brekkuna svo hluti hugmyndarinnar er bekkur þar sem hægt er að sitja innan um gróður.

Points

Að vera í kringum gróður bætir andlega heilsu, torg skapar fallegt andrúmsloft, bekkir gera nágrennið aðgengilegt, rými skapast til að staldra við og njóta, hverfisstemning skapast og umhverfisvitund eflist.

https://hverfid-mitt-2017.betrireykjavik.is/post/7306 Þarna er krækja á hugmyndina sem var sett inn á seinasta ári. En ekkert kemur fram hvernig hún hefur þróast síðan þá.

Núna er þarna grasflöt. Yfir grasið liggur möl þar sem gengið er yfir þvert grasið. Bílum og tjaldvögnum er stundum lagt þarna. Hinu megin við Seljabraut er strætóskýli, flokkunargámar og gönguleiðir úr öllum áttum. Þarna er staðið á krossgötum sem bara er hægt að bæta.

Þessi hugmynd var kominn hérna inn áður, sem mér fannst mjög gaman og fékk mig til að hugsa um möguleikana sem torg byði uppá. Hvort sem hugmyndin væri horfin af því hún var ekki nógu vinsæl eða hún væri þegar til skoðanir þá langaði mig að leggja í púkk.

Þarna mætti hafa jurtir til augnayndis sem mætti líka hafa til nytja. Góð reynsla er af því með gróðurker sem borgarstarfsmenn hafa plantað í við ýmsar stofnanir. Þannig má bjóða upp á að eiga samneyti við umhverfið. Hvort sem tré og berjarunnar freista mannfólks eða fugla skiptir ekki öllu. Allir græða.

Þessi hugmynd var samykkt 2016 og kemur til framkvæmda núna 2017.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information