Lagfæring á göngustígum milli fjölbýlishúsa í Fossvogi

Lagfæring á göngustígum milli fjölbýlishúsa í Fossvogi

Víða eru göngustígar milli húsa í Fossvogsdal. Margir hverjir eru hellulagðir og því þarf aðeins að taka upp hellur, lagfæra undirlag og leggja hellurnar aftur. Sumstaðar eru hellur ónýtar eða settar hafa verið óþarfa þrep sem hindra t.d. sjúkraflutninga og sorhirðu. Benda má á stíg milli Gautlands 3 og Gautlands 5 og á fleiri stöðum milli fjölbýlishúsa og raðhúsalengja.

Points

Ástand þessara stíga eru þannig að þeir geta skapað hættu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Þá er í sumum tilvikum stígarnir notaðir við sorphirðu, af sjúkraflutningamönnum (t.d. í tilviki Gautlands) og þá er stundum erfitt að fara með barnavagna um stíganna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information