Hraðahindranir eru ekki gangbrautir

Hraðahindranir eru ekki gangbrautir

Árið 2013 fór FÍB í gang með umferðarátakið "Gangbraut - Já takk" (http://www.fib.is/is/umferdaroryggi/umferdaratak/gangbraut-ja-takk) síðan þá hefur lítið sem ekkert gerst hjá borginni varðndi merkingar á gangbrautum. Bæta þarf úr þessu t.d. með gangbrautarmerkingu í Logafold við hús nr. 172 þar sem börn úr Foldaskóla ganga yfir í og úr sundi og leikfimi mörgum sinnum á dag. Þar er "bara" hraðahindrun.

Points

Gangandi vegfarendur virðast margir hverjir líta á hraðahindranir sem gangbrautarmerki. Annaðhvort þarf að breyta umferðalögum eða þá að borgin þarf að standa sig í gangbrautarmerkingum. Ég minnist sérstaklega á gönguleiðina yfir Logafoldina í hugmyndinni en það eru margir staðir í Grafarvogi (og víðar) þar sem gangbraut ætti að vera en er ekki merkt. Bæta þarf úr þessum merkingum um alla borg.

Sammála þessu. Erfitt að kenna börnunum að það eigi aðeins að fara yfir á gangbraut þegar engin slík er nálægt. Þá er sú regla til einskis.

Það á vera alveg skírt, að ef þrenging á götu eða umferðaeyja er ekki merkt sem gangbraut, þá er það ekki gangbraut. Þrengingar og litlar umferðareyjur eru alls staðar í Grafarvogshverfunum en afar fá eru með gangbrautarmerkingu, þ.e. með skilti, lýsingu og zebra-strípum. Þetta ruglar bæði gangandi sem akandi vegfarandur og veldur stórhættu. Það er stór þáttur í því að bæta umferðaröryggi allra að göturnar séu rétt merktar og í samræmi við alþjóðleg umferðarlög.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information