Fjarlægja lokanir í Básbryggju og í Nausta-/Tangabryggju

Fjarlægja lokanir í Básbryggju og í Nausta-/Tangabryggju

Fjarlægja lokanir þessar sem valda því að öll umferð útúr Bryggjuhverfinu fer um sömu götu og setja þá frekar hraðahindranir í staðinn. Þessar lokanir hefta líka umferð sjúkra-og slökkvibíla og ef þessi eina leið útúr hverfinu lokast þá er búið loka íbúana þar með inni og jafnvel skapa hættu vegna þessa.

Points

Vegna þessa lokana þá fer nánast öll umferð útúr hverfinu um þessa einu götu og því mjög mikil umferð um hana. Ef þær væru fjarlægðar þá myndi umferðin dreifast jafnar á allar leiðirnar. Þessar lokanir hefta líka umferð sjúkra-og slökkvibíla og ef þessi eina leið útúr hverfinu lokast þá er búið loka íbúana þar með inni og jafnvel skapa hættu vegna þessa. Þessar lokanir voru ekki á upphaflegu skipulagi hverfisins og því eiginlega enginn fótur fyrir þeim.

Óbreytt fyrirkomulag þrengir að aðkomu slökkviliðs. Umferðin dreifist ójafnt um hverfið

Þessar lokanir eru tilhæfulausar og skapa mikinn umferðarþunga á álagstímum með tilheyrandi hættum og verra aðgengi fyrir þjónustuaðila, sjúkrabíla, lögreglu og slökkviliðs. Eðlilegt að dreifa umferðarálaginu meira um hverfið.

Margir árekstrar hafa líka orðið í Naustabryggju vegna mikillar umferðar og hraðaksturs Árni Þór. í svona þröngu hverfi þarf bara fleiri hraðahindranir og þá ekki endilega í formi upphækkana. Það er það eina sem getur dregið úr slysahættu.

Aukin umferð, ónæði og slysahætta við fótboltavöll og útivistasvæði ef umferð yrði hleypt þarna í gegn

Hef búið við Basbryggju fyrir og eftir lokun. Lokun stór hægði á umferð en töluverð slysahætta skapaðist. Ástæða þess er að íbúar við Básbryggju ganga nær beint út á götu en húsin liggja alveg upp við götu. Einnig er rétt að hafa í huga að eini leikvöllur og fotboltavöllurhverfisins er við götuna og ganga ung börn þarna reglulega yfir. Þetta er alveg galin hugmynd en mannslíf eru ekki metin til fjár.

Óbreytt fyrirkomulag. Mikið af bōrnum sem nota leikvelli.

Mér sýnist öllum þeim sem skrifa á móti tillögunni vera nákvæmlega sama um íbúa við Naustabryggjuna. Þeim þykir greinilega allt í lagi að hafa umferðarþungann við þá einu götu. Auðvitað hafa allir áhyggjur af bílaumferð hvar sem hún er. Það þarf bara að nota aðrar aðferðir til að draga úr hraða og auka öryggi gangandi vegfarenda en að hleya allri umferð um eina götu og leggja þar með allt álagið á íbúana þar.

Það væri réttara að loka við Naustabryggju 24 en Básbryggju 19.

Man eftir alvarlegu slysi sem var á horni Básbryggju 5-9, bíll hvolfdi eftir hraðakstur.

Þetta eru ekki bílastæði Ólöf. Þetta er gata með bílastæðum meðfram eins og allar hinar göturnar í hverfinu. Og þar að auki er óhjákvæmilegt að það sé bílaumferð um bílastæði......annars væru engir bílar í stæðunum 😉

algjör della, þetta kyndir undir hringakstur um hverfið!

Ekki rétt að breyta götunni og umferð. Íbúar höfðu það í huga þegar keypt var.

Algjörlega á móti því að hleypa umferð í gegnum bílastæði.

Er fólk virkilega ekki að gera sér grein fyrir því að það eru gangandi vegfarendur sem eiga að ganga fyrir! Gangandi vegfarendur sem eru á leið frá íþrótttavöllum (sem eru austan við Básbryggjuna) ganga yfir Básbryggjuna (götuna) á leið sinni frá Bryggjuhverfinu á leikvellina og svo aftur inn í Bryggjuhverfið - það gengur ekki að opna fyrir þessar lokanir á kostnað gangandi vegfaranda og ég tala nú ekki um börnin sem eru að hlaupa hérna á milli.

Hver eiga þá gangandi vegfarendur um Naustabryggjuna að gjalda Kjartan ?? Er allt í lagi að hleypa allri bílaumferð um þá götu eingöngu og skapa þar hættu fyrir gangandi vegfarendur og börn í þessum húsum?? Þessi rök drepa sig sjálf.....

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information