Róla, betra undirlag og bekkur á Kirkjuróló

Róla, betra undirlag og bekkur á Kirkjuróló

Í almenningsgarðinum fyrir framan Laugarneskirkju er lítill leikvöllur (Kirkjuróló) sem mætti bæta með því að setja þar upp rólu, bæta undirlag og koma fyrir bekkjum.

Points

Róla: Á leikvellinum er aðeins lítill „kastali“ með rennibraut og „gormastóll“. Til að auka fjölbreytni þá mætti koma fyrir rólu sem væri bæði með ungbarnasæti og venjulegu. Bætt undirlag: Mölin á leikvellinum er mjög óheppileg. Bæði verða börnin mjög skítug á að leika sér á vellinum sem auk þess sem steinarnir eru litlir og fara iðulega ofan í skó og valda óþægindum. Bekkur: Það er mikilvægt að foreldrar aðeins slakað á á meðan börnin leika sér. Því væri gott að fá einn eða tvo bekki.

Væri frábært að fá betra undirlag þarna þar sem kettir og hundar nota mölina sem er þarna núna fyrir klósett. Stundum er ekki hægt að vera með börn þarna vegna skíts.

Ein rennibraut er heldur lítið og má því vel bæta við rólu og öðru.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information