Steyptur hjólabrettagarður við Gufunesbæ

Steyptur hjólabrettagarður við Gufunesbæ

Svæðið er á flottum stað, tengt skemmtilegu útivistarsvæði sem er í uppbyggingu með fjölbreyttum afþreyingarmöguleikum. Garðurinn myndi nýtast fyrir áhugafólk um hjólabretti, bmx hjól, línuskauta og hlaupabretti. Hann myndi styðja við jaðarsport og áhugasviðshópa sem ekki tengjast skipulögðu íþróttastarfi. Við Gufunesbæ er hjólabrettasvæði sem hugsað var til bráðabirgða. Lagt er til að stækka þetta hjólabrettasvæðið umtalsvert, steypa skálar og bolla og móta svæðið m.t.t. þarfa greinarinnar.

Points

Ekki er til neinn hjólabrettagarður í Reykjavík eða nágrenni sem er í líkingu við umfang þessa garðs. Fyrirmyndin er tekin erlendis frá þar sem garðar sem þessir njóta mikilllar vinsælda. Garðurinn myndi mæta þörfum áhugafólks þessara jaðaríþrótta og passar vel við að umhverfi sem er í kringum Gufunesbæinn sem fjölnota útivistarsvæði. Garðurinn er heppilega staðsettur en langt er í næstu íbúðabyggð og því ætti ekki að þurfa hað hafa áhyggjur vegna háfaða frá svæðinu.

Þetta er gríðarlega gott tæki til þess að ná til hóps sem annars fær frekar litla athygli og fær allt of fá tækifæri til þess að iðka sitt sport í aðstöðu við hæfi.

Í Köben eru þessir vellir lokaðir yfir veturinn vegna rigningar/snjó og hjólabrettaiðkendur færa sig í upphitaða innandyraaðstöðu :/ Svona völlur verður alltaf að vera yfirbyggður á Íslandi svo einhver notkun verði, hér er alltaf rigning. Reynsla danans er einnig sú að hjólabretta iðkendur þurfa sér völl, bmx sér völl og línuskauta sem og hlaupahjólnotendur þ.e. línur þessa notenda skerast alltaf :/

Ég er til í að styðja yfirbyggðan t.d. 900 fm eða stærri hjólabretttagarð í Gufunesið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information