Merktar gangbrautir við Hallgrímsirkju.

Merktar gangbrautir við Hallgrímsirkju.

Merktar verði tvær gangbrautir yfir Njarðargötu gegnt Hallgrímskirkju.

Points

Við Hallgrímskirkju er fjöldi manns hvern einasta dag. Aðallega er um erlenda ferðamenn að ræða. Yfirleitt koma þeir upp Skólavörðustíg á leið sinni til þess að skoða (og mynda) Hallgrímskirkju. Oft myndast mikil örtröð á svæðinu og fólk gengur yfir Njarðargötutuna hvar sem er. Til þess að fólk viti hvar öruggt er að ganga yfir götuna er nauðsynlegt að merkja gangbraut. Þetta verður líka vísbending til ökumanna um að þarna eigi gangandi vegfarendur réttinn.

Fjölmörg skólabörn ganga þarna yfir á degi hverjum á leið í og úr Austurbæjarskóla. Það er óskiljanlegt að þau hafi ekki merkta gangbraut á leið í skólann sinn eins og önnur skólabörn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information