Heilsárssvið í Hljómskálagarð

Heilsárssvið í Hljómskálagarð

Reisa þyrfti svið í Hljómskálagarðinum sem hentaði fyrir smærri tónleika. Sviðið þyrfti að þola veður og vind og vera með þak eða bjóða upp á möguleika á dúk/þaki. Leggja þarf rafmagn í sviðið. Hljómsveitir gætu leigt sviðið og hljóðkerfi af borginni, en það myndi líka henta undir Listhópa Hins hússins (skapandi sumarstörf), viðburði á menningarhátíðum og jafnvel útileiksýningar fyrir börn.

Points

Það kostar mikið fyrir litlar hljómsveitir að vera með útitónleika, en það getur svo sannarlega sett svip sinn á mannlífið. Með föstu sviði væri hægt að halda reglulega viðburði fyrir borgarbúa og ferðamenn, með minni tilkostnaði.

Já! Spilar vel með hádegisdans-hugmyndinni minni :D

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information