Laugaveg sem göngugötu allan ársins hring

Laugaveg sem göngugötu allan ársins hring

Laugavegurinn er hjarta mannlífs og menningar í miðborginni. Hans ættu gestir og gangandi að fá að njóta, frekar en að hann sé undirlagður bílaumferð. Sumargötur hafa gefið afskaplega góða raun, sem og göngugötur í borgum í nágrannalöndum okkar. Því ætti að gera Laugaveginn vestan Barónsstígs að göngugötu allan ársins hring.

Points

Laugavegurinn er hjarta mannlífs og menningar í miðborginni. Hans ættu gestir og gangandi að fá að njóta, frekar en að hann sé undirlagður bílaumferð. Sumargötur hafa gefið afskaplega góða raun, sem og göngugötur í borgum í nágrannalöndum okkar. Því ætti að gera Laugaveginn vestan Snorrabrautar að göngugötu allan ársins hring.

Laugavegur á fullt erindi í það að vera göngugata allan ársins hring. Ég dreg það í efa að verslun á Laugavegi standi og falli með þeim örfáu bílastæðum sem á honum eru. Lifandi gata er líklegri til þess að gefa meira af sér en gluggaverslun (e. window shopping). Þetta er spurning um breytta tíma og að hagræða í átt að mannvistlegri og vistvænni háttum. En það er eins með þetta líkt og með margar nýjungar, fólk þarf að sjá og öðlast þekkingu á hlutum áður en þeir verða teknir í sátt.

Eðlilegt að aðalgata Reykjavíkur sé fyrir fólk

Miðbærinn er aldrei jafn líflegur og þegar Laugavegurinn er göngugata.

Flest allar borgir heims eru með göngugötu. Laugavegurinn er tilvalin til þess.

Lífleg miðborg gerir allt svo miklu betra fyrir ALLA <3 Það er ekki pláss fyrir rúntinn á þessari fjölförnustu göngugötu landsins.

Höfum fólk í forgrunni, ekki bíla.

Gangandi umferð um Laugaveg hefur snaraukist allt austur að Hlemmi síðustu ár. Gatan þjónar aftur á móti litlum sem engum tilgangi fyrir bílaumferð eftir að Hverfisgata var tekin í gegn og nóg er af bílastæðum í nálægum götum og bílastæðahúsum. Samfara þessari búbót mætti fjölga bílastæðum fyrir hreyfihamlaða í þvergötum og annars staðar í nágrenninu.

Meir að segja Illiussat, lítill bær á Grænlandi er með göngugötu með verslunum. https://www.google.com/maps/@69.2199237,-51.0986391,3a,75y,16.24h,81.78t/data=!3m6!1e1!3m4!1sKhX9uCN0FI_x_7lq5moagw!2e0!7i13312!8i6656!6m1!1e1 ( Austurstræti þar sem hún er göngugata er sennilega með færri verslunum, og í mun stærri miðbæ.)

Sumir halda því fram að göngugötur virka ekki svona norðarlega og hér. En í nágrannalöndunum er aragrúa af göngugötum mun norðar en í Reykjavík. Sjá eftirfarandi "nörda-kort", byggt á gögnum úr OpenStreetMap: http://overpass-turbo.eu/s/nKg (ML)

Vegna raka Ólafs Þorgeirs Guðmundssonar. Nú er Laugavegur allur upphitaður og flestar hliðargötur hans. Þar er því ekki einu sinni krapi lengur. Ég er sammála því að ekki sé hægt að bjóða fólki, sem ekki getur, langar göngur. Þess vegna vil ég að samhliða opnun Laugavegar fyrir gangandi umferð verði stæðum ætluðum einstaklingum með skerta hreyfigetu snarfjölgað. Öðruvísi væri þessi framkvæmd ekki til bóta en slík stæði vantar hvort eð er. Hvort sem Laugavegur sjálfur verði göngugata eða ekki.

Vegna raka Fannars Gunnarssonar. Forsvarsmenn Miðborgarinnar Okkar hafa barist ötullega gegn sumargötum og göngugötum nokkurs konar í miðborg Reykjavíkur. Þau geta því vart talist hlutlausar og trúverðugar heimildir þegar kemur að skoðunum um þetta málefni. Þess má einnig geta að samkvæmt könnun Gallup frá 2015 er víst meirihluti fyrir sumargötum (http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/05/19/meirihluti_hlynntur_sumargotum/)

Samkvæmt nyjustu kōnnun Miðborgar Okkar (hagsmuna samtōk rekstraraðila i miðbænum)er ekki meirihluti fyrir þvi að hafa gōtuna sem gōngugōtu. Þvi er eg á móti þessu Hinsvegar segi eg það , auðvitað a ōll gatan að vera til umræðu. Það meikar ekkert sens, þegar það er verið að tala um lokun að það se aðeins verið að tala um part af gotunni. Það verður að rikja jafnretti og allir að sitja við sama borð.

Þegar bílarnir hverfa skapast mannlíf og gleðin tekur völd. Ef Laugavegurinn (og helst Skólavörðustígurinn líka) yrðu að göngugötum mundi umgjörð miðbæjarins gjörbreytast til hins betra.

Vegna raka hjá Álfur Birkir Bjarnason. Miðborgin okkar er hagsmuna samtök rekstraraðila í miðbænum með um það bil 120 virka félagsmenn. Ótrúlegt að það sé ekki tekið mark á því! Svo vitnar viðkomandi aðili í gallaða könnun, þar sem svarhlutfall var aðeins 41% . Svo ganga borgarfulltrúar og borgar starfsmenn með "lygar" um það að það sé meirihluti fyrir þessu. Er þetta vinnubrögð sem á að teljast í lagi?

Ef Laugavegurinn á að vera eingöngu fyrir ungt fólk með óskerta hreyfigetu þá er það upplagt að fjölga líka líkamsræktarstöðvum við hann. Við sem erum í eldri kantinum og eigum þá minningu að hafa öslað krapann og slabbið á vetrum og notið þess á sumrin að spóka okkur í skugganum niður Laugaveginn erum bara ekki í standi til að rölta þetta lengur. Það að geta rölt á bílnum og notið þess að sjá mannlífið er mér mikils virði. Tala nú ekki um það að ef okkur langar að kíkja í búð.

Hildur Magnúsdottir og Ólafur Þorgeir Guðmundsson minna okkur á að eins og fyrirkomulaguð er í dag, geta jafnvel mikið hreyfihamlaðir "rölt" eftir Laugaveg. Hér mætti halda að árekstur hagsmuna eigi sér stað. En það hlýtur að vera hægt að leysa þessu. Það ætti að vera hægt fyrir hreyfihamlaða að komast eftir Laugaveg ekkert síður en á milli búða í verslunarmiðstöð. Kannski þarf að : Fjölga bekkjum. Fjölga stæði fyrir hreyfihamlaða. Leiga hjólastólum. Leyfa bíla hreyfihamlaða einn dag í viku?

Ég persónulega vil alveg hafa Laugaveg sem göngugötu en ég þekki eldra hreyfiskert fólk hverra sunnudagsbíltúr niður Laugaveginn er eitt af stóru tilhlökkunarefnum hverrar viku.

Frekari rök sem andstæðingar göngugötunnar leggja til er að hagsmunaaðilar séu þessu andvígir. Þegar sumargötuverkefnið hófst var fylgst með áhrifunum og viðhorfi vegfarenda og rekstraraðila. Stór hluti rekstraraðila var efasemdafullur eða svartsýnn á verkefnið og taldi það munu hafa neikvæð áhrif. Á daginn kom að eftir sumargötuverkefnið 2012 var komið annað hljóð í kútinn. Fyrir sumarið höfðu 43% verið fylgjandi tilrauninni, en eftir voru 69% hlynnt því að halda sumargötunum áfram.

and also close it for bikes!

Það eru þúsund götur fyrir bíla í Reykjavík.

preferably close it even further, from vitastigur. There are plenty of stored and pedestrians between vita and baronstigur too.

Það er ekki pláss til að ganga laugaveginn fyrir bílum, burt með þessa bíla!

Lõngu tímabært að loka Laugaveginum fyrir bìlaumferð.

Og þeir sem geta ekki gengið einhverjar vegalengdir geta bara verið einhversstaðar annarsstaðar,, frekar sorglegt finnst mér, hrokinn í hrausta og fína fólkinu er dapurlegur.

Þeir sem hallast gegn því að Laugavegurinn sé gerður að göngugötu hafa lagt til ýmis rök. Meðal þeirra er að göngugata hamli aðgengi fatlaðra. Fyrir nokkru gerðu Skytturnar þrjár úttekt á aðgengismálum fatlaðra fyrir Blindrafélagið og beindu þá helst sjónum sínum að Laugaveginum. Í skýrslunni benda þær á fjölmörg atriði (skilti, þröskulda og arkitektatyppi) sem mætti laga en styðja sumargötuverkefnið. Félag eldri borgara voru einnig hlynnt þessu, svo fremi sem á götunni séu bekkir til hvíldar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information