Lækurinn við Lækjargötu.

Lækurinn við Lækjargötu.

Opna fyrir lækinn sem rennur undir Lækjargötu, byggja göngubrú og útbúa göngustíg. Bílaumferð beint frá Kvosinni og Lækjargötu.

Points

Lækurinn undir Lækjargötu hefur runnið í holræsi í meira en heila öld. Á síðustu árum hafa komið fram hugmyndir um að opna hann. Það yrði mikil andlitslyfting fyrir miðbæinn en á sama tíma tenging við uppruna borgarinnar. Það mætti hugsa sér göngustíg meðfram læknum og göngubrú þar sem nú heitir Skólabrú. Í leiðinni þyrfti að beina bílaumferð frá svæðinu og frá Kvosinni.

Sæll Viðar. Það er líklegast rétt athugað. Ég set hana þar inn.

Sammála þessu. En Sigurður Hr. Sigurðsson tillögusmiður, á þessi hugmynd ekki heima annarsstaðar á vefnum? Undir: Miðborgin 2017

Mér finnst svona lúxusverkefni eigi ekki að framkvæma meðan grunnþjónustan eins og leikskólar eru í vandræðum með fjármagn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information