Breyta klifurvelli við Seljabraut í bílastæði fyrir íbúa

Breyta klifurvelli við Seljabraut í bílastæði fyrir íbúa

Rétt fyrir neðan gatnamót Seljabrautar og Engjasels er leikvöllur með klifurgrindum og malarsparkvelli. Þessi völlur er lítið sem ekkert notaður þar sem mikið er af öðrum og betri völlum nálægt. Hitt er annað mál að mikill skortur er á bílastæðum fyrir íbúa Bakkasels, Seljabrautar og Engjasels. Tilvalið væri að breyta þessum velli í bílastæði þar sem hann er með góða tengingu bæði við gatnakerfið og göngustíga.

Points

Seljahverfið er þannig úr garði gert að þar er mikið um stórar eignir. Má þar benda á raðhúsin í Bakkaseli og Brekkuseli sem dæmi. Í flestum þessara eigna eru þess vegna aukaíbúðir í leigu og þeim fylgja fleiri bílar. Þéttleiki leikvalla í hverfinu er góður og eru þeir staðsettir inni í hverfinu. Þessi leikvöllur er staðsettur alveg við Seljabraut og þar er akstur of hraður til að foreldrum geti liðið vel með að börn séu ein að leik. Það sjást nánast aldrei börn á þessum leikvelli.

Ég bý við hliðina á þessum leikvelli og get bent á að hann er mikið notaður af börnum á sumrin. Ég dreg einnig í efa að margir myndu nýta sér þessi stæði þar sem fá hús eru í hæfilegri göngufjarlægð og lítið sem ekkert skjól fyrir veðrinu. Það væri líka sind að sóa því fallega útsýni sem er á þessum stað undir bílastæði.

Þessi völlur er mikið notaður af börnunum í hverfinu. Bílastæði eru alveg nógu mörg ef ekki eru fleiri en 2 bílar á hús. Ekki meiri steypu takk!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information