Kennslusundlaug við Seljaskóla.

Kennslusundlaug við Seljaskóla.

Nemendur Seljaskóla sækja sundkennslu/skólasund í Ölduselsskóla. Þar fær skólinn úthlutuðum tímum sem eru einskona afgangstímar. Þeir eru oft ekki á heppilegum tímum og mikið púsl að koma saman stundatöflu. Börnin þurfa auk þess að mæta utan skólatíma. Þau hafa því ekki alltaf samfelldan skóladag. Það væri mikil bót fyrir nemendur og foreldra að fá sundlaug við skólann og losna við allt þetta óhagræði.

Points

Ölduselsskóli og Breiðholtsskóli eru með sundlaugar við skólann. Hólabrekkuskóli og Fellaskóli nota Breiðholtslaug þar sem einnig er búið að byggja inni kennslulaug. Starfsfólk Seljaskóla þarf að fylgja yngri nemendum fram og til baka gangandi. Klippa hefur þurft af stundaskrá nemenda á mið stigi til að nota tímana sem í boði eru því þeir eru allt of fáir. Augljóslega dugar laugin við Ölduselsskóla ekki báðum skólunum.

Þetta er alveg hræðilega óhentugt að hafa börnin í sundi jafnvel 2 klst eftir að kennslu lýkur i Seljaskóla. Ég bið um sundlaug á/við lóð Seljaskóla

Mætti einnig samnýta með Seljahlíð.

Já við sundlaug við Seljaskóla.

Núverandi laug sem börnin sækja við Ölduselsskóla er of grunn og of stutt fyrir börn eldri en 4 bekk og get ekki ímyndað mér að hægt sé að meta sundhæfni barna í bekkjum ofar en það vegna eftirtalinna atriða: 1) vatn nær þeim varla hærra en að mjöðm, 2) ein spyrna frá bakka þá er barnið komið yfir á hinn endann þar sem laugin er of stutt. Auk þess hefur skólinn ekki geta mætt lögbundri lágmarks sundkennslu þar sem aðgengi að lauginni er takmarkað og hún er óaðgengileg oft á tíðum.

Algjörlega komin tími til að jafna stöðu barnanna í hverfinu. Ótækt að annar skólinn hafi laug og hinn ekki

Langbesta lausnin væri að gera nýja laug á grasbalanum hliðiná lauginni við ölduselsskóla sem gæti sinnt báðum skólum á skólatíma. Stærri laug og fleiri nemendur í einu ætti að skila því að báðir skólar komist að á skólatíma. Skólastjórnendur og foreldrafélögin hljóta geta beitt sér í þessu máli !!

Já við sundlaug við Seljaskóla

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information