Pump track í Laugardal

Pump track í Laugardal

Fyrir 2 árum sendi ég inn hugmynd um hjólabraut "Pumptrack" í Laugardalinn. Henni var hent út fyrir kosningu. Nú reynum við aftur, staðsetning er ekki heilög svo lengi sem hún er miðsvæðis í Reykjavík. Er þó enn þeirrar skoðunar að svæðið við hlið hjólabrettasvæðis við Engjaveg væri hentugt. Þar er nægt pláss og ljótt moldarflag í dag. Brautin tekur 300-1000 fm. Ég hef verið í sambandi við Velosolutions í Sviss sem eru tilbúnir að koma og stýra verkefninu. https://vimeo.com/95581654

Points

Er fylgjandi hugmyndinni, en það er ekki visst að það dugi bara að setja hugmyndina inn aftur. Var orsökin að kostnaðurinn fór út fyrir rammanum í borgarhlutanum Laugardalur? (Hann er 55 milljónir fyrir kosninguna 2017). Mæli með að kanna á hverju þetta stoppaði í fyrra og setja inn hér verðhugmynd (lágmark, æskilegt viðmið og etv hugmyndir um áfangaskipting). Þá væri ekki vitlaust að bæta hugmyndina einnig inn á Betri Reykjavik.is (Þín rödd í ráðum borgarinnar). Engin fjárhagsrammi þar.

Ég sé fyrir mér alla fjölskylduna (ömmuna líka) þarna að leika sér - ekki spurning, framkvæma þetta!

Frábær viðbót í útivistarsvæðið. Tækifæri fyrir unga sem aldna að leika sér á hjóli. Vantar svona í flóruna.

Vid turfum virkilega a t i ad halda ad það seu fleiri möguleikar fyrir börn og ungmenni þegar kemur að hreyfingu og áhugamálum.

Þetta er frábær tillaga. Það vantar mikið svona hjólabraut.

Frábær hugmynd sem hvetur til útilífs fyrir fólk á öllum aldri.

Bráðvantar almennilegt svæði fyrir hjólafólk til að æfa á. ... ekki spurning. .

Hljómar vel! Ég hefði ekkert á móti því að skella mér þangað við og við.

Það er mikil þörf á þessu í Reykjavík. Það mælir allt með þessu

Frábær hugmynd! Sem íbúi í hverfinu og hjólaáhugamaður væri flott verkefni, en ég hef grun um að þetta fari út fyrir fjárhag...

Algerlega með þessu. Ég og mínir tveir strákar myndum örugglega nota þetta mikið! Nóg til af fótboltavöllum, áfram fjölbreytnin !

Hentar öllum á hjólum og frábært svæði fyrir alla sem una hjólreiðum og öðru hjólasporti.

Hrein snilldarhugmynd. Kæmi sér afar vel fyrir alla aldurshópa og myndi styrkja vel við bakið á hinni vaxandi íþróttagrein, hjólreiðar.

Góð hugmynd nýtist öllum aldurshópum

Mjög sniðug hugmynd og eflir hjólteiðar

Afbragðsgóð hugmynd. Um að gera að bæta við flóruna í Laugardalnum.

Þetta væri frábær viðbót innan um önnur íþróttamannvirki í Laugardal. Heilbrigt útivistarsport fyrir alla fjölskylduna. Við þangað.

Þetta er frábær hugmynd. Staðsetning við hliðina á hjólabrettasvæðinu myndi hiklaust auka gildi þess svæðis líka.

Jájájá! Þetta er snilld. Ég og strákurinn minn myndum sko nýta okkur þetta :)

Klárlega næsta skref í eflingu hjólamenningar hér á höfuborgarsvæðinu

Þetta er rosalega flott.

Frábær hugmynd.

Mögnuð hugmynd og eykur mjög á notagildi svæðisins. Mikill vöxtur hefur verið á hjólreiðum í borginni og væri þetta skemmtilegt innlegg inn í útivistarflóru borgarinnar.

Frábær hugmynd! Styrkir stöðu laugardalsins til allra íþrótta

Já takk, þetta bara vantar klárlega þar sem vinsældirnar fara ekkert dalandi á næstunni og myndi frekar ýta undir áhugann

Frábær hugmynd og skemmtileg viðbót við íþróttalífið sem er bæði fyrir börn og fullorðna. Öruggt og afmarkað svæði.

Svar til Morten Lange: Nei, hugmyndin var vetó-uð á grundvelli þess að það þyrfti breytingu á skipulagi ef brautin ætti að vera í Laugardal. Sem er svolítið skondið í ljósi þess að staðsetning mætti þannig lagað vera hver sem er frá Tjörn að Elliðaám, en staðsetning í kringum Laugardal væri æskileg upp á nálægð við grunnskóla/miðsvæðis. Varðandi fé þá byggðum menn pump track í Öskjuhlíð fyrir nokkra lítra af olíu, svo auðveldlega mætti laga sig að fjárhagsáætlun þar.

Þetta er bara frábært. Ætti að vera skylda í öllum sveitarfélögum að hafa svona aðstöðu við hliðina á íþróttahúsum :)

Frábær hugmynd sem hvetur til hreyfingar og útivistar!

Þetta væri frábær viðbót innan um önnur íþróttamannvirki í Laugardal. Heilbrigt útivistarsport fyrir alla fjölskylduna. Við þangað.

Svar handa Sveini. Ef þessi hugmynd stoppaði á því að brautin falli ekki að skipulagi, þá er um að gera að hafa hugmyndina líka inni í hinum hluta "Betri Reykjavíkur". (A.K.A. Þinn rödd í ráðum borgarinnar ) Þar er sem sagt ekki negldur fjárhagsrammi, né þurfa hugmyndir að falla að núverandi skipulagi. Gott að nýta "mómentið" núna, held ég, og hvetja fólki til að kjósa verkefnið upp á báðum stöðum, þegar það hefur verið bætt inn hér: https://betrireykjavik.is/group/47

Ég sé fyrir mér að öll fjölskylda mín geti notað þetta hvort sem um hluapabretti, línuskauta, hlaupahjól eða hjól sé að ræða. Væri klárlega ódýr en ríkuleg viðbót við Laugardalinn.

😆 væri gaman að sjá þetta.

Frábær hugmynd!

Hrein snilldarhugmynd. Kæmi sér afar vel fyrir alla aldurshópa og sérstaklega myndi þetta styrkja við bakið á hinni vaxandi íþróttagrein, hjólreiðar.

Smilldarhugmynd, svona braut gæti haft mikið aðdráttarafl fyrir hjólafólk (hlaupahjóla og hjólabrettafólk meðtalið) öllum aldri. Hún myndi bæta tækni og samhæfni sem myndi nýtasr td börnum út í umferðinni og ýta undir almenna hreyfingu, ekki veitir okkur af! Svo er þetta ábyggilega bara fj.... skemmtilegt 😊

Gríðarlegur vöxtur í hjólreiðum Vantar æfingaaðstöðu í öruggu umhverfi fyrir börn og fullorðna Mikið fyrir lítið, minnstu eru 300 fm. Afar ódýrar m.v. við önnur íþróttamannvirki Fjölbreytt notagildi - reiðhjól, hjólabretti, hlaupahjól, línuskautar, hjólastólar osfrv. Fyrir alla - byrjendur sem atvinnumenn, börn og fullorðna. Fjallahjól, ömmuhjól og jafnvægishjól þeirra minnstu. Opnar möguleika á að blanda hjólahæfni inn í íþróttakennslu nærliggjandi grunnskóla Nánast hljóðlausar, engin truflun

Væri æðislegt að fá almennilega malbikað pumptrack. Nýtist í allar týpur af hjólum, hjólabretti og hlaupahjól. Flott fyrir unga sem aldna og þvílíkt góð æfing fyrir allan líkamann. Tekur á. Fór sjálfur nokkrar ferðir uppí mosfellsbæ í sumar til að hjóla á litlu portable pumptrack brautinni. Stærri braut með fleirri leiðum væri snilld.

Nú er komin færanleg hjólabraut í Garðabæ, stærsta og öflugasta sveitarfélag landsins hlýtur að klára málið af stökum myndarleik líka, með steyptri braut frá Velosolutions!

Algjör snildar hugmynd😀ég vona svo sanarlega þetta verður framkvænd og ég og fjölskylda mín fá að leika okkur þarna.

🚵

Snilld

😃

😃

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information