Sundlaug í Seljahverfi

Sundlaug í Seljahverfi

Við Ölduselsskóla er sundlaug sem notuð er í skólasund fyrir báða skólana í Seljahverfi. Mín hugmynd er að stækka þessa sundlaug, setja heita potta ofl. og gera hana opna fyrir almenning utan skólasunds tíma.

Points

Kostnaður yrði ekki mikill þar sem í dag er lauginn heit allt árið en það þyrfti bara að bæta við starfsmönnum fyrir kvöldin. Þetta yrði til að þétta samstöðu í hverfinu og auka þjónustuna við Seljahverfið sem er svolítið gleymt hverfi í Reykjavik.

Þetta er svosem hin fínasta hugmynd nema að þetta kostar aðeins meira heldur en nokkrir heitapottar og starfsfólk. Því að við íslendingar erum frekar mikið fyrir einkabílinn og viljum helst að fara á honum alla leið. Bílastæðinn sem eru næst sundlauginni eru einkabílastæði fyrir Tunguselsblokkinar. Þar næstu bílastæði er hinummeginn við skólann. Svo að það yrði líklega gerð krafa um bílastæði á túninu fyrir neðan laugina og bætt aðgengi þar að.

Ölduselslaugin er oftar en ekki of köld, þessvegna þarf oft að fella niður sundkennslu. Við erum með fínustu sundlaug í Breiðholtinu og ég sé engann tilgang í að opna enn eina sundlaug fyrir almenning. Er sammála með bílastæði og annað, umfangið yrði of kostnaðarsamt.

Þessi sundlaug var eingöngu hugsuð sem skólasundlaug, en hún er í miðju á mjög stóru hverfi og myndi bæta og rækta mannlíf í hverfinu. Nægjanlegt svæði er fyrir hendi og möguleiki á bílastæðum næg. Þarna er gráupplagt tækifæri fyrir okkur til að rækta líkamann og staðsetning í göngufæri fyrir 10 þúsund manns. Drífa í þessu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information