Hærri hljóðmön/hljóðmúr vegna hávaðamengunar í Stakkhömrum frá Gullinbrú

Hærri hljóðmön/hljóðmúr vegna hávaðamengunar í Stakkhömrum frá Gullinbrú

Taka á málum vegna hávaðamengunar við Stakkhamra vegna nálægðar við Gullinbrú. Td. hækka/bæta hljóðmön, eða helst reisa hljóðmúr milli Stakkhamra og Gullinbrúar, þar sem nálægðin við götuna er sem mest.

Points

Stakkhamrar liggja að hluta mjög nálægt Gullinbrú. Lóðarmörk eru sumstaðar ekki nema örfáa metra frá götunni. Gatan telur fjórar akreinar, og þarna er mikil umferð alla daga; svo fara þarna um margir vöru- og flutningabílar, að hluta til vegna nálægðar iðnaðarhverfisins (Flatirnar). Núverandi hljóðmön er ekki að virka, hávaði er vel yfir 55 db skv. reglugerð. Stakkhamrar 8, 10, 12, 14, 16, 18 eru næst götunni og á þeim kafla er nauðsynlegt að hækka hljóðmönina eða reisa hljóðmúr/vegg.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information