Breytum Kjarvalsstöðum í menningarmiðstöð.

Breytum Kjarvalsstöðum í menningarmiðstöð.

Breytum Kjarvalsstöðum í menningarmiðstöð.

Points

Algjörlega málið með ölið - tala nú ekki um ef það væri kannski eins og ein og ein uppákoma með hljómsveit þarna með? Jazz á Kjarvalstöðum á þriðjudögum?

Við erum með þetta frábæra húsnæði á besta stað. Það er allt lokað og læst kl. 17.00. Hvernig væri að hugsa út fyrir rammann skella á jazzi á fimmtudagskvöldum, prjónakvöld á þriðjudögum, Heimspeki kaffi, Visnavinum á sunnudögum, jólaföndri, hafa kaffihúsið opið fram á kvöld svo vina hópar geti kíkt í kaffi ......osfrv

Góð hugmynd þegar maður les rökstuðninginn en ofsalega fælandi yfirskrift. Segir manni eitthvað um hvað vönduð orðanotkun gerir mikið fyrir hugmyndir. Kjarvalsstaðir eru menningarmiðstöð en þar mætti vera meira í gangi og á fjölbreyttari tímum. Væri til í að sjá meira um hvað fólk sér fyrir sér og hvað það vill leggja á sig til að láta hlutina gerast.

Ef þetta snýst um að lengja opnunanartímann þá er það algjör snilld. Maður er allt of lengi niðri bæ úr hlíðunum til að fá sér bjór á þriðjudegi eða miðvikudegi.

Þessi hugmynd var prófuð á fundi Íbúasamtaka 3. hverfis á þriðjudagskvöldið þar sem Hlíðaskáld lásu úr verkum sínum og góðir gestir hlustuðu í hrifningu. Svínvirkar - koma svo og breiða út erindið og fá fólk til að kjósa!

Þessa hugmynd verður hægt að prufa á aðalfundi Íbúasamtaka 3. hverfis þriðjudagskvöldið 13. desember kl. 20:00! Kaffihúsið opið og tveim mætir höfundar úr Hlíðum lesa úr verkum sínum. http://www.hlidar.com

Þetta er frábær hugmynd sem gengur út á að útvíkka hlutverk hússins og efla starfsemi þar. Opna húsið meira og bjóða meiri starfsemi velkomna þangað. Þótt Kjarvalsstaðir séu listasafn, þá má það gjarnan vera lifandi listasafn og verða miðstöð menningar í Hlíðum og Miðborg!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information