Gangstétt við sunnanverða Flókagötu

Gangstétt við sunnanverða Flókagötu

Verkefnið snýst um að setja upp gangstétt við sunnanverða Flókagötu - milli Lönguhlíðar og Rauðarárstígs. Þarna gengur fólk mikið um á leið um Klambratún/Kjarvalsstaði/bílastæði en verulegt óhagræði er af blautum og stundum drullukenndum grasræmum.

Points

Þarna er mikil umferð gangandi og hjólandi vegfarenda og fólk freistast stundum til að ganga spölkorn eftir götunni vegna drullunnar.

Furðulegt að ekki sé stétt þarna megin götunnar. Gæti líka nýst hlaupurum með því að loka hringnum um Klambratún.

Það væri eðlilegt að hafa gangstétt á Klambratúninu meðfram Flókagötu á sama hátt og gangstéttir eru á hinum 3 hliðum túnsins. Gangstéttin myndi þjóna gestum sem eru að koma gangandi að Kjarvalsstöðum (úr báðum áttum), umferð að/frá strætóstoppstöðinni ofl.

Við göngum þessa leið í skólann. Á morgnana( eftir að farið er að birta) skín sólin bara sunnan megin og okkur finnst miklu fallegra að ganga þar sem gróðurinn er og með sólina í andlitið. Það er líka hættulegra að ganga norðan megin því að þar eru margar útkeyrslur frá bílastæðum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information