endurnýjun og lenging göngustígs fyrir framan Seljaborg

endurnýjun og lenging göngustígs fyrir framan Seljaborg

Göngustígurinn fyrir framan leikskólann Seljaborg er löngu ónýtur. Steypan er brotin og þar af leiðandi er hann orðinn hættulegur. Auk þess er eins og hann hafi ekki verið kláraður þ.e.a.s hann endar á móts við skólalóðina og við tekur gras sem verður til þess að gangandi vegfarendur þurfa að ganga á grasi eða fara út á bílastæðið við næstu blokk með tilheyrandi slysahættu.

Points

Með þessari lagfæringu minnkar slysahætta af ónýtum og of stuttum göngustíg.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information