Forritunarkennsla

Forritunarkennsla

Legg til að forritunarkennsla verði gerð að skyldufagi í grunnskóla frá miðstigi. Þá er ég ekki að tala bara um að kenna upplýsingatækni og á tölvur heldur eiginlega forritun. Þetta er grundvallaratriði til að við verðum samkeppnisfær á vinnumarkaði í framtíðinni

Points

Ég er ekki sannfærður um að það sé besta leiðin til að búa fólk undir tæknistörf að kenna öllum forritun. Forritun er bara einn þáttur í að virkja tækni þannig að hún þjóni okkar þörfum. Aðrir þættir sem eru ekki síður mikilvægir eru til dæmis, gerð myndrænna viðmóta, hönnun (útlit, virkni, "user experience"), markaðsetning og notendaþjálfun. Okkar nemendur verða að fá tækifæri til að kynnast fjölbreytninni sem er í þessu og finna út hvar þeir vilja helst vera.

Til að svara athugasemd frá Tryggva Thayer held ég að forritun ætti frekar að hugsa sem "smíði kerfis sem vinnur af sjálfu sér" og hugtakið ætti þá kannski að vera "sjálfvirknihönnun". Þetta gæti verið allt frá því að setja saman braut úr legókubbum sem kúla rennur í gegnum yfir í það að skrifa kóða sem tölva keyrir. Þannig nær hugtakið yfir viðmótshönnun og fleira. Mikilvægt er að börn kynnist hönnun sjálfvirkra kerfa enda verður það líklega þáttur í flestum störfum í framtíðinni.

Atvinnulífið er að breytast og það er löngu vitað að störf framtíðarinnar eru ekki einu sinni til í dag. Við búum okkur helst undir framtíðina með því að efla tæknikunnáttu, en framfarir á sviði tækni eru forsendan fyrir öflugu atvinnulífi í framtíðinni.

Það að kenna forritun eitt og sér mun litlu skipta. Við þurfum frekar að byggja upp góðan grunn barna í samskiptum, samvinnu, skapandi og gagnrýnni hugsun. Ég held einmitt að við þurfum að efla hlut leiklistar, tónlistar, myndlistar, dans, frímínútna og frjáls leiks. Við þurfum að kenna nemendum að vera skapandi notendur á tækni en ekki bara neytendur á hana og forritun getur verið mjög góð til þess. Mennun snýst heldur ekki um samkeppnishæfni heldur um að gera okkur mennskari.

ÞAð sem þarf til að vera góður forritar er ekki að hafa lært hana á barnaskólaaldri. Ég lærði forritun um 12 ára, þegar svo maðurinn minn fer í tölvunarfærði í HÍ er auðvitað verið að kenna allt annað í forritun. Kennum börnunum skapandi hugsun, rökhugsun og góða stærðfræði, það eru kostir góðs forritara. Að kynna menntaskólanemendur fyrir hönnun "sjálfvirkra kerfa" er gagnlegra en eyða púðri í forritunarkennslu í barnaskólum. Einnig er markaðssetning, viðmót osfv fínt í menntaskólakennslu.

Það að kenna forritun eitt og sér mun litlu skipta. Við þurfum frekar að byggja upp góðan grunn barna í samskiptum, samvinnu, skapandi og gagnrýnni hugsun. Ég held einmitt að við þurfum að efla hlut leiklistar, tónlistar, myndlistar, dans, frímínútna og frjáls leiks. Við þurfum að kenna nemendum að vera skapandi notendur á tækni en ekki bara neytendur á hana og forritun getur verið mjög góð til þess. Mennun snýst heldur ekki um samkeppnishæfni heldur um að gera okkur mennskari.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information